Tilkynna flækingsfugl

Flækingsfuglanefnd tekur á móti tilkynningum um flækingsfugla á Íslandi og innan íslenskrar efnahagslögsögu.

Smellið á hnappinn hér fyrir neðan til að fara á skráningarsíðu.

Klifurskríkja (Miniotilta varia) á Snæfellsnesi 11. júní 2021.

© Yann Kolbeinsson

Fréttir

Skýrslur áranna 2014–2020 eru í vinnslu

Árleg skýrsla um sjaldgæfa fugla á Íslandi kom síðast út árið 2011. Nefndin vinnur nú hörðum höndum að því að yfirfara athuganir áranna 2014–2020 og stefnt er að því að skýrsla, eða skýrslur, um sjaldgæfa fugla á Íslandi 2012–2020 komi út fyrir mitt ár 2023. Nefndin biðst velvirðingar á þessum töfum en þakkar athugendum jafnframt fyrir þolinmæðina og innsendar athuganir öll þessi ár.

FYRIRSPURNIR

Ertu með ábendingu eða fyrirspurn til Flækingsfuglanefndar?

Endilega sendu okkur línu.