Um nefndina

Flækingsfuglanefnd var sett á laggirnar árið 1979 af samstarfshópi áhugamanna og Náttúrufræðistofnunar Íslands og er í dag sjálfstæður fulltrúi fuglaskoðara líkt og í öðrum löndum Evrópu. Flækingsfuglanefndin er meðlimur samtaka evrópskra flækingsfuglanefnda og fylgir ráðleggingum samtakanna við störf sín. Hennar helsta markmið er að halda utan um athuganir flækingsfugla sem og sjaldséðra vetrargesta og varpfugla á Íslandi og innan efnahagslögsögu landsins. Flækingsfuglanefndin, sem í dag telur sjö manns, yfirfer athuganir sem henni berast og dæmir gildi þeirra. Þær eru loks birtar í árlegum skýrslum um sjaldgæfa fugla á Íslandi. Þessar skýrslur hafa verið birtar árlega frá 1979 til dagsins í dag og er hluti þeirra aðgengilegur á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 

Flækingsfuglanefndina sitja sjö manns hverju sinni, auk ritara og formanns. Á hverju ári er einn nýr maður kosinn í nefndina af nefndarmeðlimum í stað þess sem lengst hefur starfað í henni samfellt og tveir varamenn að auki.

 

Dómnefnd ársins 2021 samanstendur af Alex Mána Guðríðarsyni, Edward Barry Rickson, Gunnari Þór Hallgrímssyni, Hallgrími Gunnarssyni, Hlyni Óskarssyni, Ingvari Atla Sigurðssyni og Sölva Rúnari Vignissyni. Ingvar Atli Sigurðsson og Yann Kolbeinsson eru ritarar. Formaður nefndarinnar er Gunnlaugur Pétursson.